Sumarið er búið.
Niðurstaða sumarsins 2006
Utanlandsferðir: 0
Útilegur: 2
Útihátiðir: 0
Brjáluð potta- og sumarbústaðapartý: 0
Tónleikar: 0
Bílslys: 3
Áfengisdauðar: 0
Buxur: 2
Bílar: 1
Fjörfiskar: 90
Afskipti lögreglu: 1
Herbergistiltektir: 0
Brúnka: -5
Fólk á “fólk sem pirrar mig listanum”: ca.10
Sund: 1
Samsæriskenningar: 3
Bakkað á: 0
Farið á hestbak: 0
Tívolítæki: 0
Sólbað: 2
Þetta var sumarið mitt.
En núna er ekki sumar.
Skólinn byrjaði í dag. Ég ákvað að prófa það að fara á bílnum. Ég lagði af stað á nákvæmlega sama tíma og strætó. Ég var komin á nákvæmlega sama tíma og strætó. En þá átti ég eftir að finna bílastæði. Það tók ekki langan tíma, fann þetta fína stæði nokkrum skrefum frá skólanum, enginn stöumælir eða neitt. Þarna datt ég í lukkupottinn hugsaði ég.
Þegar ég hugsaði það hefði ég átt að hugsa mig betur um þar sem ég lendi aldrei í neinum lukkupotti. Þetta var engin undantekning því að þegar ég ætlaði að halda heim á leið var blár og hvítur miði á rúðuþurrkunni minni.
Stöðumælasekt gjössovel!
Ég leitaði vel og vandlega að þessum meinta stöðumæli. Fann hann svo beint fyrir framan bílinn minn.
Á morgun ætla ég að taka strætó.
Ég var spurð í vinnunni hvort ég ynni í raun og veru hjá Interpol. Ég neitaði því. Mér var ráðlagt að spyrja þá hjá Interpol samt að því.
Tinna – Leti er lífstíll
tisa at 18:11
4 comments